Bókhald & rekstrarráðgjöf

Abbey Road veitir rekstrarráðgjöf og alla almenna bókhaldsþjónustu. Starfsmenn félagins hafa áratuga reynslu af þjónustu við fyrirtæki varðandi bókhald og rekstarráðgjöf.

Rekstrarráðgjöf

Regla, dk, Uniconta, Payday, Netbókhald, BC, Odoo. Hvað er best fyrir þig?

Vantar þig viðskiptahugbúnað en veist ekki hvað hentar þér best? Viltu byrja smátt og leyfa hugbúnaðnum að aðstoða í rekstrinum með stækkandi fyrirtæki? Hvar er best að byrja og hvernig getur hugbúnaðurinn stækkað með þér?

Sölumenn hugbúnaðarfyrirtækja gefa þér ráðleggingar byggðar á eigin hugbúnaði en það er kannski ekki það besta fyrir þig.

Sérfræðingar okkar aðstoða við þarfagreiningu fyrirtækisins og afla tilboða í hugbúnað og ráðleggja síðan hvað hentar fyrir þinn rekstur.


Bókhald og ráðgjöf

Abbey Road býður upp á bókhaldsþjónustu og ráðgjöf varðandi bókhald og viðskiptahugbúnað.

Ertu að hefja rekstur og vantar hugbúnað til að vinna með þér í fyrirtækinu? Okkar mikla þekking á viðskiptahugbúnaði kemur þér til góða. Við getum bent á bestu lausnina fyrir þig.

Bókhald, launaútreikningur, virðisaukaskattur. Við getum aðstoðað við færslu bókhalds í því kerfi sem þú vilt nota í þínum rekstri. Hvort sem um er að ræða veflausnir, öpp eða kassakerfi þá erum við til staðar fyrir þig. Við notum jöfnum höndum bókhaldskerfi eins og dk, Reglu, Payday og Uniconta.

Fyrir launavinnslu þá höfum við áratuga reynsla í launaútreikning fyrir allar tegundir fyrirtækja. Mikil þekking á kjarasamningum.

Aðstoð við ferðaþjónustu, við bjóðum ráðgjöf fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Val á rétta bókunarkerfinu, bókhaldskerfi, vefþjónusta, afgreiðslukerfi og allskyns tengingar við bókunarsíður.

Hjá Abbey Road er mikil þekking á félagakerfi dk hugbúnaðar. Við þjónustum stéttarfélög, íþróttafélög og fleiri aðila með félagakerfið.

Við vinnum með öllum stærðum og gerðum fyrirtækja


Þjónusta

Abbey Road þjónustar og veitir ráðgjöf varðandi viðskiptahugbúnað.

Abbey Road þjónustar notendur dk hugbúnaðar ásamt því að færa bókhald í dk. Hvort sem er kassakerfi, birgðir, félagakerfi, launakerfi, fjárhagur, verkbókhald eða annað þá getum við aðstoðað við rekstur og notkun á viðkomandi hugbúnaði.

Við færum bókhald í Reglu auk þess að aðstoða notendur við notkun kerfisins. Flutningur gagna milli kerfa er leikur einn og eins er bókhaldið snilld þegar kemur að því að vinna með Reglu..

Ef fyrirtæki þitt notar Uniconta viðskiptahugbúnað þá erum við tilbúin til að þjónusta þitt fyrirtæki. Abbey Road er viðurkenndur samstarfsaðili Uniconta á Íslandi..


Hafa samband

Netfang: hjalp-hja-abbeyroad.is

sími: 486 5666


Um Abbey Road

Starfsmenn Abbey Road hafa áratuga reynslu í hugbúnaðarþjónustu og ráðgjöf. Samstarfsmenn hjá dk hugbúnaði ehf. í áratugi og hafa þannnig yfirburðaþekkingu á öllu sem viðkemur dk. Hvort sem um er að ræða, fjárhagsbókhald, skuldunauta, lánardrottna, birgðir, verkbókhald eða laun, það er ekki komið að tómum kofanum hjá þeim félögum. Sérþekking þeirra í framtalskerfi, félagakerfi, rafrænum reikningum og fleiri undirkerfum er einnig mikil. Þeir einskorða þekkingu sína samt ekki einungis við dk hugbúnað en önnur kerfi s.s. Uniconta, Regla, Payday, Business Central, NAV o.fl. eru innan þeirra þekkingasviðs.

Jónas Yngvi Ásgrímsson hefur áralanga reynsla af þjónustu dk hugbúnaðar ásamt mikilli þekkingu á öðrum hugbúnaði s.s. Regla og Uniconta. Jónas hefur unnið við bókhald og uppgjör frá 1983.

Jónas er viðskiptafræðingur frá HA og hefur einnig lokið námi i viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum.

Magnús Axel Hansen hefur áralanga reynsla af þjónustu dk hugbúnaðar. Magnús Axel er sérfræðingur í félagakerfi dk en er að auki með yfirburðaþekkingu á bókhaldi.